17.10.2007 | 12:48
Saumaklúbbur í Köben
Við skólasystur frá í barnaskóla erum í saumaklúbb og hittumst einu sinni í mánuði. Við fórum síðustu helgina í sept. til Kaupmannahafnar. Við fórum níu í þessa ferð og gistum í stórri íbúð á Vesterbrogade. Það var þokkalegt veður en gerði góðar skúrir á laugardeginum, en það kom ekki að sök því auðvitað vorum við að kanna hvað væri til í verslununum þar í borg. Á sunnudeginum hittum við kennarann okkar, sem kenndi okkur nánast allan grunnskólann en hún heitir Sigrún Gísladóttir, og býr í Kaupmannahöfn. Hún er með leiðsögn um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn og fórum við í slíka leiðsögn með henni. Það var ákaflega skemmtilegt og fróðlegt og mæli ég með svona söguferð um borgina. Við enduðum gönguferðina í Jónshúsi í messukaffi og skoðuðum safnið þar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.