Leita í fréttum mbl.is

Saumaklúbbur í Köben

Við skólasystur frá í barnaskóla erum í saumaklúbb og hittumst einu sinni í mánuði. Við  fórum síðustu helgina í sept. til Kaupmannahafnar. Við fórum níu í þessa ferð og gistum í stórri íbúð á Vesterbrogade. Það var þokkalegt veður en gerði góðar skúrir á laugardeginum, en það kom ekki að sök því auðvitað vorum við að kanna hvað væri til í verslununum þar í borg. Á sunnudeginum hittum við kennarann okkar, sem kenndi okkur nánast allan grunnskólann en hún heitir Sigrún Gísladóttir, og býr í Kaupmannahöfn. Hún er með leiðsögn um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn og fórum við í slíka leiðsögn með henni. Það var ákaflega skemmtilegt og fróðlegt og mæli ég með svona söguferð um borgina. Við enduðum gönguferðina í Jónshúsi í messukaffi og skoðuðum safnið þar.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Arndís Gísladóttir
Arndís Gísladóttir
Sjúkraliði í framhaldsnámi

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband